VIð hverjum fólk til að gerast stofnfélagar í landsamtökunum Spítalinn okkar. Markmið samtakanna er að nýtt húsnæði rísi fyrir megin starfsemi Landspítala. Hægt er að skrá sig sem stofnfélaga fram að fyrsta aðalfundi Spítalans okkar. Með því að gerast stofnfélagar getum við haft áhrif á framgöngu málsins, t.d með þátttöku í verkefnahópum á vegum Spítalans okkar og með því að tala fyrir nýbyggingunum hvarvetna. Árgjaldið í samtökunum er kr. 2500. Hægt er að skrá sig hér.