Fyrir hönd stjórnarinnar þakkaði Þorkell Sigurlaugsson Önnu Stefánsdóttur fyrir einstaklega öfluga baráttu fyrir uppbyggingu fyrsta áfanga Nýja Landspítala á árunum 2014-2018 þegar mikil óvissa var upp tímasetningar og fjármögnun framkvæmda. Samstarf okkar við Önnu var afar ánægjulegt og hún hefur skráð sig á spjöld sögunnar sem ein þeirra nokkurra kvenna sem hafa átt sinn þátt í uppbyggingu spítalabygginga og spítalastarfsemi í meira en 100 ár.
- Samþykktar voru breytingar á lögum samtakanna þar sem hlutverkið var víkkað út og nær til samstarfsaðila sem tengjast bæði aðflæði og fráflæði Landspítala, aðbúnaði starfsmanna og sjúklinga og þeim mönnunarvanda sem er viðvarandi. Munum því leggja auka áherslu á þessa þætti auk áframhaldandi mikilvægi sjúkrahúsbygginga og endurnýjun eldri bygginga.
- Að loknum aðalfundi var haldið afar fjölmenn málþing sem fyllti salinn á Nauthól þar sem Runólfur Pálsson, forstjóri LSH, Jón Hilmar Friðriksson, forstöðumaður hjá LSH og Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýja Landspítala (NLSH) fluttu afskaplega fróðleg erindi sem gáfu svo sannarlega innsýn í þau krefjandi verkefni sem framundan eru næstu 5 árin og reyndar lengra inn í framtíðina.