121.stjórnarfundur Spítalans okkar 6.mas 2025 kl. 16.00

 

Mættir voru úr stjórn Spítalans okkar: Þorkell Sigurlaugsson formaður og María Heimisdóttir. Anna Sigrún Baldursdóttir tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Gunnlaug Ottesen tóku þátt í gegnum síma. Forföll boðuðu Erling Ásgeirsson og Jón Ólafur Ólafsson.

Dagskrá fundarins:

1. Undirbúningur málþings samtakanna: Ekki liggur fyrir svar formanns stýrihóps um þátttöku í málþinginu. Ráðherra hefur samþykkt þátttöku. GRG mun ræða við forstjóra SAK um fulltrúa þaðan. Formaður mun ræða við forstjóra HH um þátttöku. Formaður annast kynningu á málþinginu með pósti til félagsmanna og á samfélagsmiðlum, gerð auglýsingar til birtingar í dagblöðum og í útvarpi. GO sendir tillögur að yfirskrift málþingsins í tölvupósti.

2. Önnur mál:

a. María Heimisdóttir, sem skipuð hefur verið í embætti landlæknis, sagði sig úr stjórn samtakanna. Var henni óskað til hamingju með starfið en fullur skilningur á því að hún gæti ekki tekið að sér þátttöku í hagsmunasamtökum eins og Spítalinn okkar er.  

b. Stefnt er að aðalfundi samtakanna seint í apríl eða fyrri hluta maí. Ljóst er að kjósa þarf einhverja nýja stjórnarmenn.

Fleira var ekki rætt á fundinum, formaður sleit fundi kl. 17

 

Fundargerð ritar María Heimisdóttir