Flýtilyklar
66. fundur stjórnar
66. stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 27. febrúar 2018 kl. 12-13.00 að Skúlagötu 21.
Mættar voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Oddný Sturludóttir.
Gestir fundarins voru Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH og Magnús Heimisson, almanntengill
1 Samþykkt fundargerðar frestað.
2 Staðan á Hringbrautarverkefninu. Gunnar fór yfir stöðuna á framkvæmdum við Hringbraut, sem hafa fengið nafnið Hringbrautarverkefnið. Hönnun meðferðarkjarna gengur vel, Bygginganefndarteikningar verða sennilega lagaðar inn í lok mars. Stefnt er að útboðsauglýsingu í gatna og lóðaframkvæmdir við Hringbraut 15.mars n.k. Ekki er búið að skipa nefnd um opinberarframkvæmdir eftir ríkistjórnarskipti seint á síðasta ári, þess vegna hefur forval í hönnun rannsóknarhús frestast. Byrjað er að klæða sjúkrahótelið, en bygging þess hefur dregist mikið og seinkun á afhendingu þess orðin eitt ár. Talsverð umræða skapaðist um ástæður seinkunarinnar og hvernig megi koma í veg fyrir slíkt á næstu árum.
3 Aðalfundur 2018. Dagskrá aðalfundarogmálþings rædd og samþykkt verður send félögum 1. mars n.k. Ekki hefur tekist að framboð til stjórnar fyrir Sigríði Rafnar. Edda Hermannsdóttir gefur ekki kost á sér til endurkjörs til skoðunarmanns. Magnús Péturson gefur kost á sér.
5. Kynningarmál. Drög að umsögn um tillögu til þingsályktunar um faglega óháða staðarvalsgreiningu rædd. Ákveðið að fela Önnu og Þorkeli að ljúka vinnu við umsögnina og senda inn.
Fréttabréf stjórnar til félaga er í vinnslu og verður sendt út 9. Mars.
6. Önnur mál, engin.
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 13.20.
Fundargerð ritaði Anna Stefánsdóttir