Sagan

 

Í kjölfar sameiningar sjúkrahúsanna við Hringbraut og í Fossvogi, ítarlegra skoðana og samráðs við Reykjavíkurborg var sameinuðum Landspítala valinn framtíðarstaður við Hringbraut þar sem hann þótti best í sveit settur í miðju almenningssamgangna og í nálægð við háskólana.

Við Hringbraut næst best nýting eldri bygginga og má þar nefna Barnaspítala, K-byggingu, geðdeildarhús og kvennadeildarhús sem öll má nýta um alllanga framtíð. Þá mun elsta bygging spítalans standa og fá verðugt verkefni til frambúðar, enda er það friðað hús.

Stóran hluta eldri bygginga á lóðinni er einnig ætlunin að nýta fyrir léttari þjónustu við sjúklinga og aðra stoðstarfsemi. Þar næst einnig mikilsverð samþætting við fyrirhugaða uppbyggingu heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Ef spítalinn yrði byggður frá grunni á nýjum stað yrði kostnaður margfaldur þar sem byggja þyrfti yfir alla starfsemina, þ.m.t. stoðstarfsemi, áður en starfsemin gæti hafist á nýjum stað.  

Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is