Flýtilyklar
63 fundur stjórnar
16.01.2018
63. stjórnarfundur haldinn miðvikudaginn 14. nóvember 2017 kl. 12.00 að Skúlagötu 21.
Mættar voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson og Þorkell Sigurlaugsson Forföll: Oddný Sturludóttir og Sigríður Rafnar Pétursdóttir
- Undirbúningur fyrir aðalfund. Rætt um tíma- og staðsetningu aðalfundar. Eftir að hafa rætt við framkvæmdastjóra NLSH var ákveðið að stefna að því halda aðalfundinn í nýju húsnæði sjúkrahótelsins þann 15. mars 2018. Að loknum aðalfundarstörfum verði stutt málþing um Hringbrautarverkefnið og að því loknu verður félögum í Spítalanum okkar boðið að skoða húsnæði sjúkrahótelsins sem þá verður búið að afhenda NLSH.
- Kynningarfundursem rætt hefur verið að halda í janúar 2018 í nýju húsnæði sjúkrahótelsins verður að loknum aðalfundi 15. mars .
- Önnur mál.
- Magnús Heimisson kynnti fjölmiðlagreiningu á Hringbrautarverkefninu sem hann hefur nýlokið að vinna fyrir október. Alls 64 fréttir. Niðurstaðan er jákvæð fyrir verkefnið.
- Þátturinn um Hringbrautarverkefnið í þættinum Atvinnulífið á sjónvarpsstöðinni Hringbraut var sýndur 25. október og endursýndur 31. október. Vel kom fram mikilvægi framkvæmdanna og nauðsyn þess að hraða þeim sem mest. Þátturinn fékk mjög góða dóma.
Fundi slitið kl. 13.15
Anna Stefánsdóttir ritaði fundargerð.