58. fundur stjórnar

58. stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 21. ágúst 2017 kl. 12-13.00 að Skúlagötu 21.

 Mættar voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Kolbeinn Kolbeinsson, Oddný Sturludóttir,  og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll; Jón Ólafur Ólafsson og Sigríður Rafnar Pétursdóttir

 1. Verkefni Spítalans okkar á hausmisseri.  Rætt um að halda upplýsingarfund fyrir félaga um stöðuna á byggingaverkefninu og hönnun meðferðarkjarnans. Ákveðið að ræða málið við framkvæmdastjóra NLSH. Rætt um fyrirhugaðan fund með bandamönnum Hringbrautarverkefnisins. Fram kom að heilbrigðisráðherra getur ekki tekið þátt í fundinum. Þar sem ráðherra er lykilmaður í framgangi byggingaverkefnisins þá telur stjórnin að samtalið nái ekki markmiði sínu án þátttöku hans.  Rætt um að fá fund með ráðherra til að kynna samtökin og fyrir hvað þau standa, ákveðið að óska eftir fundi með honum. Ákveðið að OS hafi samband við hann. Formaður velferðarnefndar lýsti vilja sínum á aðalfundi samtakanna s.l. vor að hitta stjórnina. Ákveðið að AS hafi samband við hana og óski eftir fundi annað hvort með velferðarnefndinni eða formanni og varaformanni.

2.  Önnur mál. Engin

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.10          

 Anna Stefánsdóttir ritaði fundargerð


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is