56. fundur stjórnar

56. stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 23. maí 2017 kl. 16.00-17.00  að Skúlagötu 21.

 Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Oddný Sturludóttir, Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll boðuðu Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Kolbeinn Kolbeinsson.

 Gestur fundarins var Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH.

1. Gunnar Svavarsson , fór  yfir stöðu Hringbrautarverkefnisins, uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut.  Í máli Gunnars kom fram að Hringbrautarverkefnið hefur verið sett á fullt stím eftir að stjórnarsáttmáli núverandi ríkistjórar leit dagsins ljós og ljóst var að fjármagn væri tryggt í verkefnið.  

Götur,  veitur og lóð; Unnið er að fullnaðarhönnun við götur, veitur og lóð. Þessar framkvæmdir eru mikilvægar sem forspil að aðgengi að meðferðarkjarna. Verkþættir eru margir, frá árslokum 2017 til 2023. Spítal-hópurinn vinnur að þessu fyrir NLSH. Einnig er mikilvægt að vinna þetta vel svo að umferð geti verið sem mest óhindruð um svæðið en í ferlinu mun að endingu koma að því að Gömlu-Hringbraut verði lokað.  Mögulega verður hennilokað alfarið fyrir umferð í árslok 2018.  Bílastæðahús tilbúið á árunum 2021-23, á svipuðum tíma og meðferðarkjarninn.

 Sjúkrahótel; Verið er að ganga frá helstu verkþáttum. Verkefni er ekki að öllu leyti á tímaáætlun en þó standa vonir til að húsið verði tilbúið 15. september. Lóð mun klárast í sumar.

 Gunnar kynnir fyrir stjórn ýmsa verkþætti sem tengjast meðferðarkjarna, rannsóknarhúsi og bílastæða – tækni og skrifstofuhúsi.  Opnun tilboða í fullnaðarhönnun  rannsóknarhús á áætlun 1. september næstkomandi.  Fram kom að ný heimasíða er í bígerð af hálfu NLSH, upplýsingasíða fyrir almenning, á íslensku sem og ensku.

 Gunnar bauð stjórnarmönnun að sitja lokaða málstofu NLSH með hönnuðum meðferðarkjarnans.

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Fundargerð ritaði Oddný Sturludóttir


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is