Flýtilyklar
56. fundur stjórnar
56. stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 23. maí 2017 kl. 16.00-17.00 að Skúlagötu 21.
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Oddný Sturludóttir, Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll boðuðu Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Kolbeinn Kolbeinsson.
Gestur fundarins var Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH.
1. Gunnar Svavarsson , fór yfir stöðu Hringbrautarverkefnisins, uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Í máli Gunnars kom fram að Hringbrautarverkefnið hefur verið sett á fullt stím eftir að stjórnarsáttmáli núverandi ríkistjórar leit dagsins ljós og ljóst var að fjármagn væri tryggt í verkefnið.
Götur, veitur og lóð; Unnið er að fullnaðarhönnun við götur, veitur og lóð. Þessar framkvæmdir eru mikilvægar sem forspil að aðgengi að meðferðarkjarna. Verkþættir eru margir, frá árslokum 2017 til 2023. Spítal-hópurinn vinnur að þessu fyrir NLSH. Einnig er mikilvægt að vinna þetta vel svo að umferð geti verið sem mest óhindruð um svæðið en í ferlinu mun að endingu koma að því að Gömlu-Hringbraut verði lokað. Mögulega verður hennilokað alfarið fyrir umferð í árslok 2018. Bílastæðahús tilbúið á árunum 2021-23, á svipuðum tíma og meðferðarkjarninn.
Sjúkrahótel; Verið er að ganga frá helstu verkþáttum. Verkefni er ekki að öllu leyti á tímaáætlun en þó standa vonir til að húsið verði tilbúið 15. september. Lóð mun klárast í sumar.
Gunnar kynnir fyrir stjórn ýmsa verkþætti sem tengjast meðferðarkjarna, rannsóknarhúsi og bílastæða – tækni og skrifstofuhúsi. Opnun tilboða í fullnaðarhönnun rannsóknarhús á áætlun 1. september næstkomandi. Fram kom að ný heimasíða er í bígerð af hálfu NLSH, upplýsingasíða fyrir almenning, á íslensku sem og ensku.
Gunnar bauð stjórnarmönnun að sitja lokaða málstofu NLSH með hönnuðum meðferðarkjarnans.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Fundargerð ritaði Oddný Sturludóttir