Flýtilyklar
53. fundur stjórnar
53. stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 2. mars 2017 kl. 16:00 á Icelandair Hótel Natúra.
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Oddný Sturludóttir.
Stuttur fundur stjórnar haldinn í framhaldi af aðalfundi. Megin tilgangur fundarins var að skipta verkum milli stjórnarmanna. Formaður gerði að tillögu sinni að Þorkell yrði áfram varaformaður félagsins, Sigríður yrði ritari og Kolbeinn gjaldkeri. Tillagan var samþykkt
Fram kom að um 45 manns hefðu komið á aðalfundinn.
Einnig var rætt stuttlega um helsu verkefni í náinni framtíð t.d.
- Fá fund með heilbrigðisráðherra.
- Hafa kynningu fyrir velferðarnefnd Alþingis.
- Halda málstofu með „Bandamönnum“.
Næsti fundur stjórnar verður þriðjudaginn 4. apríl kl. 12:00.
Fleira ekki gert.
Fundargerð ritaði Gunnlaug.