44. Fundur stjórnar

44. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 22. ágúst  2016 kl. 12:00 að Skúlagötu 21

 Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Kolbeinn Kolbeinsson, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson Forföll: Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Oddný Sturludóttir.

 Gestur fundarins var Magnús Heimisson, almannatengill og Jóhannes M. Gunnarsson, læknir.

 Anna setti fundinn og síðan var gengið  til dagskrár.

  1. Fundargerð, undirritun frestað
  2. Undirbúningur funda með stjórnmálaflokkum. Búið er að hafa samband við flesta stjórnmálaflokka/hreyfingar sem bjóða fram til Alþingis í haust. Fundir með þeim verða á næstu dögum og vikum. Áherslur Spítalans okkar á fundunum eru að kynna stöðuna á verkefninu og að ekkert verði til að tefja þær framkvæmdir sem hafnar eru og áætlaðar eru á næstu árum svo fyrsti áfangi bygginganna rísi í samræmi við þær.  Jóhannes M. Gunnarsson verður með stjórnarmönnum á fundunum.
  3. Undirbúningur málþings í október. Málþingið verður 6. október kl. 16.00 á Hótel Nordica. Rætt að þema málþingsins verði í anda þess að framkvæmdir eru hafnar á  Hringbrautarlóðinni og verkefninu miðar vel áfram. Páll Matthíasson og Gunnar Svarvarsson verða með erindi. Vantar konu til að vera með erindi. Stjórnin vinnur áfram í að finna hana.
  4. Önnur mál:

Stjórnarfundir á haustmisseri. Ákveðið að funda 2var í mánuði næsti fundur verður 6. september kl. 12.00

Fundi slitið kl. 12:55

Anna  ritaði fundargerð.


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is