Flýtilyklar
44. Fundur stjórnar
06.10.2016
44. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 22. ágúst 2016 kl. 12:00 að Skúlagötu 21
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Kolbeinn Kolbeinsson, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson Forföll: Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Oddný Sturludóttir.
Gestur fundarins var Magnús Heimisson, almannatengill og Jóhannes M. Gunnarsson, læknir.
Anna setti fundinn og síðan var gengið til dagskrár.
- Fundargerð, undirritun frestað
- Undirbúningur funda með stjórnmálaflokkum. Búið er að hafa samband við flesta stjórnmálaflokka/hreyfingar sem bjóða fram til Alþingis í haust. Fundir með þeim verða á næstu dögum og vikum. Áherslur Spítalans okkar á fundunum eru að kynna stöðuna á verkefninu og að ekkert verði til að tefja þær framkvæmdir sem hafnar eru og áætlaðar eru á næstu árum svo fyrsti áfangi bygginganna rísi í samræmi við þær. Jóhannes M. Gunnarsson verður með stjórnarmönnum á fundunum.
- Undirbúningur málþings í október. Málþingið verður 6. október kl. 16.00 á Hótel Nordica. Rætt að þema málþingsins verði í anda þess að framkvæmdir eru hafnar á Hringbrautarlóðinni og verkefninu miðar vel áfram. Páll Matthíasson og Gunnar Svarvarsson verða með erindi. Vantar konu til að vera með erindi. Stjórnin vinnur áfram í að finna hana.
- Önnur mál:
Stjórnarfundir á haustmisseri. Ákveðið að funda 2var í mánuði næsti fundur verður 6. september kl. 12.00
Fundi slitið kl. 12:55
Anna ritaði fundargerð.