Flýtilyklar
42. fundur stjórnar
42. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 23. maí 2016 kl. 12:00 að Skúlagötu 21
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson, Oddný Sturludóttir, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Gunnlaug Ottesen
1. Afgreiðslu fundargerðar var frestað
2. Kynningarmál – undirbúningur haustmisseris. Ákveðið að samtökin viðhaldi þeirri hefð að standa fyrir málþingi að hausti. Ræddar mögulegar dagsetningar og þátttakendur/fyrirlesarar. Rætt að fá kynningu um verkefnið frá NLSH og fulltrúa Landspítala, til að fjalla um mikilvægi málsins að brýnt sé að reisa nýtt þjóðarsjúkrahús hratt og vel. Einnig rætt að fá fulltrúa stjórnmálaflokka í pallborð enda styttist þá í kosningar. Einnig var rætt að í ljósi kosninga á komandi hausti er viðeigandi að minna á málstað samtakanna. Ákveðið að óska eftir fundum með heilbrigðisnefndum stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar.
3. Formaður gerði stutta grein fyrir fjáhagsstöðu samtakanna, beiðnum um styrki o.fl.
4. Önnur mál:
a. Rætt um neikvæða umræðu í fjölmiðlum nýlega um staðsetningu byggingaframkvæmda.
b. Formaður hittir velferðarnefnd BSRB í vikunni, samtökin munu ekki standa fyrir málstofu eins var rætt heldur kynna byggingaverkefnið innan samtakanna og á heimasíðu þeirra.
Næsti fundur verður mánudaginn 13. júní kl. 12.00 að Skúlatúni 21.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.20
Fundargerð ritaði Sigríður Rafnar Pétursdóttir.