Flýtilyklar
37. fundur stjórnar
37. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 15. febrúar 2016 kl. 12:00 í Heilsuverndarstöðinni.
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson og Sigríður Rafnar Pétursdóttir. Forföll: Oddný Sturludóttir og Þorkell Sigurlaugsson.
Anna setti fundinn og var því næst gengið til dagskrár.
1. Fundargerð 35. fundar samþykkt og undirrituð.
2. Undirbúningur aðalfundar og málþings tengt honum. Fram kom að undirbúningur aðalfundar og málþingsins gengi vel. Aðalfundurinn verður með hefðbundinni dagskrá og verið er að skipuleggja dagskrá málþingsins. Formaður er að setja saman skýrslu stjórnar og mun senda hana til stjórnarmanna til samþykktar.
3. Kynningarmál – framhald umræðna frá síðasta fundi. Formaður greindi frá stöðu kynningarmála. Fram kom að verið væri að ræða við nokkur félög/samtök um að skipuleggja sameiginlegan morgunfund eða málstofu til að kynna og ræða verkefni um uppbyggingu Landspítala. Rætt var að mikilvægi þess að halda áfram að miðla og skapa opna umræðu um að framkæmdir við uppbyggingu Landspítala héldu áfram án nokkurra tafa.
4. Önnur mál. Rætt um stöðuna á byggingarframkvæmdum sjúkrahótelsins ásamt því að ræða mismunandi rekstrarform sambærilegrar þjónustu í nágrannalöndunum.
Fundi slitið kl. 13:00.
Næsti fundur verður mánudaginn 29. febrúar kl. 12:00 í Heilsuverndarstöðinni.
Gunnlaug ritaði fundargerð.