Flýtilyklar
28. fundur stjórnar
26.10.2015
28. stjórnarfundur haldinn fimmtudaginn 3. september 2015 kl. 16:00 í Heilsuverndarstöðinni.
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Kolbeinn Kolbeinsson, Oddný Sturludóttir, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Jón Ólafur Ólafsson.
Gestur fundarins var Magnús Heimisson almannatengill.
Anna setti fundinn og var því næst gengið til dagskrár.
- Fundargerðir 26. og 27. funda ekki tilbúnar til samþykktar.
- Staða byggingarverkefnisins. Í gær 2. september undirrituðu heilbrigðisráðherra og fulltrúi Corpus hópsins samning um fullnaðarhönnun á meðferðarkjarna vegna nýbygginga Landspítala við Hringbraut. Ákvæði samningsins snúa að fullnaðarhönnun meðferðarkjarna, sem er stærsta og flóknasta byggingin af nýbyggingum Landspítala. Hönnunin mun byggja á fyrirliggjandi forhönnun verksins sem þegar er lokið. Fjögur fyrirtæki standa að Corpus hópnum þ.e. Basalt arkitektar, Hornsteinar arkitektar, Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar og VSÓ ráðgjöf. Í máli heilbrigðisráðherra kom fram að verkframkvæmdir við sjúkrahótelið verða boðnar úr í næstu viku. Áætlað er að hefja framkvæmdir þar í byrjun nóvember.
- Kynningarmál. Málþing í október: Formaður kynnti stöðu málsins. Málþingið verður haldið 13. október og verið er að leggja lokahönd á allan undirbúning s.s. dagskrá, staðsetningu, yfirskrift ráðstefnu, ofl. Formaður mun vinna málið áfram í samstarfi við stjórnarmenn. Fleiri kynningarverkefni: Mörg fleiri kynningarverefni eru í vinnslu s.s. verkefni með sjónvarpsstöð, gerð mynbands, viðburður tengdur 100 ára afmæli kostningarétttar kvenna, enn frekari notkun á fésbókinni ofl.
- Önnur mál
- Fjármál samtakanna: Greiðsluseðlar vegna félagsgjalda verða sendir út í september.
- Næstu fundir verða 21. september, 5. og 19. október, 2., 16. og 30. nóvember og 14 desember. Formaður sendir út fundarboð.
Fundi slitið kl. 17:15.
Næsti fundur verður mánudaginn 21. september kl. 16:00 í Heilsuverndarstöðinni.
Gunnlaug Ottesen ritaði fundargerð nema formaður ritaði lið nr. 2