Flýtilyklar
23. fundur stjórnar
08.06.2015
23. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 27. apríl 2015 kl. 16.00 í Heilsuverndarstöðinni.
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Kolbeinn Kolbeinsson, Oddný Sturludóttir, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson (í síma). Forföll: Jón Ólafur Ólafsson.
Anna setti fundinn og var því næst gengið til dagskrár.
- Fundargerð 22. fundar samþykkt og undirrituð.
- Staðan á byggingaverkefninu – til upplýsinga. Formaður gerði grein fyrir stöðunni á byggingaverkefninu samkvæmt upplýsingum frá formanni byggingarnefndar. Útboð nr. 15804 um fullnaðarhönnun á meðferðarkjarna var auglýst hér á landi um síðustu helgi. Útboðið verður einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Formaður fór einnig yfir tímaáætlun vegna framkvæmda við sjúkrahótel og jarðvegsvinnu á lóð Landspítala.
- Verkefni næstu vikna – upplýsingafundur 12. maí, umræða og ákvörðun. Megintilgangur fundarins væri að halda áfram að kynna mikilvægi þess að framkvæmdir við uppbyggingu á húsnæði Landspítala við Hringbraut dragist ekki enn frekar á langinn. Töluverð umræða skapaðist um fundinn, bæði efnistök og tímasetningu. Niðurstaðan var að hafa fundinn frekar með haustinu en einbeita sér að annars konar upplýsingamiðlun fram að hausti.
- Önnur mál. Engin
Fundi slitið kl. 18:00.
Næsti fundur verður mánudaginn 11. maí kl. 16.00.
Gunnlaug Ottesen ritaði fundargerð.