17. fundur stjórnar

17. stjórnarfundur haldinn 26. janúar 2015 kl. 16.00 í Heilsuverndarstöðinni

Mætt voru: Anna Stefánsdóttir,  Bjarney Harðardóttir, Garðar Garðarson, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson.  Anna Elísabet Ólafsdóttir boðaði forföll.

 

  1. Fundargerð 16. fundar samþykkt og undirrituð.
  2. Kynningarmál;
    1. Kynnt hugmynd og tilboð frá fyrirtækinu Hugverkamenn um gerð vefmyndbanda. Myndböndin eru ætluð til að kynna samtökin og markmið þeirra í vefmiðlum og auka þannig sýnileika þeirra. Góðar umræður urðu um hugmyndina.  Talsverður kostnaður fylgir gerð slíkra myndaband og ákveðið var að leita leiða til að fjármagna 2-4 myndbönd.  Einnig ræddar aðrar leiðir við gerð myndabanda m.a samtarf við LSH.  Ákveðið að taka fyrir ákveðin þemu í hverjum mánuði og fjalla um þau á vefsíðunni og facebook.   Ákveðið að Anna fari á námskeið hjá Endurmenntun í notkun facebook sem markaðstækis.
    2. Farið yfir 3ju útgáfu af kynningarblaði Spítalans okkar. Nokkar breytingar hafa verið gerðar frá fyrstu útgáfu.
    3. Framundan eru 10 kynningafundir á vegum samtakanna m.a. hjá Qddfellow hreyfingunni og Rótarý hreyfingunni.
    4. Önnur mál.
      1. Undirbúningur aðalfundar:  Bjarney Harðardóttir og Garðar Garðarsson munu ekki gefa kost á sér til endurkjörs í stjórn. Stjórnarmenn skoða stofnfélagalistann vegna stjórnarkjörs. Ekki hafa borist svör frá þeim sem til var leitað vegna málþingsins í lok aðalfundar.

 

Fundi slitið kl. 17.30     

Anna Stefánsdóttir  ritaði fundargerð


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is