Flýtilyklar
117. fundur stjórnar.
117. fundur stjórnar.
Haldinn 10. september 2024 í Grósku Bjargargötu 1, kl.16.00.
Mættir voru úr stjórn Spítalans okkar Þorkell Sigurlaugsson formaður sem ritaði fundargerð, María Heimisdóttir, Erling Ásgeirsson á TEAMS, Anna Sigrún Baldursdóttir á TEAMS og Gunnlaug Ottesen á TEAMS. Erfiðleikar voru með TEAMS tengingu aðallega við
Farið var yfir ýmis verkefni sem við gætum tekið fyrir í vetur og jafnvel verið með málþing um málefni sem tengjast aukið samstarf og breytingar í heilbrigðiskerfinu og hlutverk Spítalans okkar í því sambandi.
Ákváðum að halda sameiginlegan fund með nokkrum lykilaðilum í heilbrigðiskerfinu til að auka tengsl og samstarf við hagaðila. Þannig gæti Spítalinn okkar stuðlað að upplýsingaöflun og sinnt betur sínu hlutverki.
Þorkell mun ræða við Gunnar Svavarsson, Ásgeir Margeirsson og Runólf Pálsson, forstjóra LSH og/eða Jón Hilmar Friðriksson, verkefnastjóra NLSH hjá LSH og María Heimisdóttir mun ræða við Unni Valdimarsdóttur, nýráðinn sviðsforseta heilbrigðisvísindasviðs HÍ.
Höldum einn fund í tengslum við eða á undan slíkum samráðsfundi sem vonandi getur orðið í október eða nóvember.
Fundi slitið kl. 17.00.