Staðarval fyrir nýja geðdeildarbyggingu Landspítala

Ánægjulegt að komin sé niðurstaða varðandi staðarval geðdeildarbyggingar Landspítala. Hún verði ekki á lóðinni við Hringbraut heldur ekki í meira en 5 km. fjarlægð. Persónulega finnst mér lóð Landspítala í Fossvogi lang áhugaverðust, þótt vissulega koma aðrir staðir til greina. Nálægð við sjúkrahús er aftur á móti mikill kostur.
- Lóð LSH í Fossvogi er stór fyrir austan og sunnan við gamla Borgarspíta og engin spurning að þar verður áfram heilbrigðisþjónusta, öldrunarstofnun, stór heilsugæslustöð með aðstöðu fyrir sjálfstætt starfsandi lækna eða eitthvað annað.
- LSH við Hringbraut verður fyrst og fremst bráðasjúkrahússtarfsemi, legudeild og göngudeildarþjónusta auk sjúkrahótels fyrir kjarnastarfsemi LSH. LSH við Fossvog er bygging sem nýtist vel til næstu áratuga og byggingin nýtist best til sjúkrahússtarfsemi. Borgaryfirvöld taka vonandi vel í þessa hugmynd um geðdeildarbyggingu á þessum tiltölulega friðsæla stað með þægilegt umhverfi, þótt annað komi til greina.
Sjá hlekk hér að neðan inn á frétt frá heilbrigðisráðuneytinu.
 
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/11/15/Stadarval-fyrir-nyja-geddeildarbyggingu-Landspitala/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR0L711T7C4f5m-_vULhR3R3FDbTV3AOyL_vPaRajEBEq4MK-qj1Pp1UpWI_aem_W6dQ_aWe1BrvcdHY4mXE3Q
 
 

Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is