Flýtilyklar
Spítalinn okkar allra
Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóra fjármála og fasteignareksturs HR‚ stjórnarmaður í Spítalanum okkar‚ landssamtaka um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala ritar ritstjórnargrein í Læknablaðið. Hann segir m.a.
Hlutverk Spítalans okkar er fyrst og fremst að fylkja okkur á bak við þetta verkefni og styðja landsmenn við að koma því í framkvæmd. Sífellt fleiri eru að átta sig á mikilvægi þess að hefja sem fyrst endurnýjun húsnæðis Landspítala. Brýnast er að reisa meðferðarkjarna og rannsóknarhús. Stöndum saman um nauðsynlegar endurbætur á Landspítala. Leitum leiða til að fjármagna þetta verkefni og hrinda því í framkvæmd. Undirbúningsvinnunni er lokið. Það er kominn tími til aðgerða. Íslenska þjóðin þarf á því að halda. Hér má lesa alla greinina