Skóflustunga fyrir rannsóknarhús Landspítala

Rannsóknarhúsið mun sameina fjölmarga starfsstaði og rannsóknarstofur sem í dag eru dreifðar víða um höfuðborgarsvæðið.

Páll Matthíasson forstjóri Landspítala sagði við athöfnina að rannsóknahúsið og rannsóknastarfsemi Landspítala væri og yrði  áfram ein af burðarásum í fjölþættri starfsemi spítalans. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði að nýtt öflugt og tæknivætt rannsóknahús væri mikilvægur þáttur í því að geta veitt skilvirka og margbrotna þjónustu fyrir landið allt í takt við nýjustu þekkingu í heilbrigðisvísindum til framtíðar. Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýs Landspítala sagði að jarðvinnu rannsóknahússins myndi ljúka í upphafi næsta árs og að eftir það hæfist uppsteypan fljótlega. 

Sjá frétt NLSH um viðburðinn.


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is