Nýr Landspíali gæti verið tilbúin 2021

Ef fjármunir koma í hönnun nýs Landspítala gætu framkvæmdir við hann hafist árið 2017, segir verkefnisstjóri nýs Landspítala. Framkvæmdir við sjúkrahótel gætu hins vegar hafist um mitt næsta ár. Framkvæmdir við önnur hús gætu mögulega hafist í lok kjörtímabilsins.

Hönnun á sjúkrahóteli, sem yrði fyrsti áfangi nýs Landspítala, er í fullum gangi og gætu framkvæmdir við hann hafist í lok næsta árs. Framkvæmdir við önnur hús gætu mögulega hafist í lok kjörtímabilsins ef fjármagn fæst til þeirra í fjárlögum næsta árs, segir verkefnisstjóri um byggingu nýs Landspítala.

Stefán Veturliðason, verkefnisstjóri nýs Landspítala, segir að nú sé verið að hanna sjúkrahótel. Því á að ljúka í vor og framkvæmdir gætu þá hafist um mitt næsta ár. „Ef við ætlum að fara í meðferðarkjarnann þá á hönnun að hefjast á næsta ári, ef það koma peningar í það, og við reiknum með að framkvæmdir geti hafist árið 2017, og verkinu mundi þá ljúka árið 2021“  segir Stefán. Því þurfi að koma fjármunir í þann hluta á næsta ári.  Sjá frétt á RÚV


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is