Flýtilyklar
Nýr áfangi að hefjast í uppbyggingu Landspítala við Hringbraut
Það er mikið fagnaðarefni að nýr áfangi í uppbyggingu Landspítala við Hringbraut er að hefjast. Útboð í framkvæmdir við jarðvinnu á Hringbrautarlóðinni var auglýst í dag.
Í fréttatilkynningu frá Nýjum Landspítala ohf. kemur fram að útboðið sé vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið. Þar segir: „Um er að ræða framkvæmdir vegna jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann, götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang, ásamt fyrirhuguðum bílakjallara.“
Meðferðarkjarninn er stærsta byggingin í uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins. Aðrar byggingar eru nýtt sjúkrahótel, sem þegar er risið og verður tekið í notkun innan skamms, rannsóknarhús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús.
Fréttatilkynningu má lesa hér.