Landsbankinn styrkir Spítalann okkar

Landsbankinn styrkir Spítalann okkar
Við undirskrift samningsins

Landsbankinn hefur skrifað undir styrktarsamning við landssamtökin Spítalinn okkar um kynningarstarf vegna uppbyggingar nýs húsnæðis Landspítala. 

Tilgangur kynningarstarfsins er að afla stuðnings meðal almennings og stjórnvalda við framkvæmdir við nýbyggingar  Landspítala, svo þær geti hafist hið fyrsta og að tryggja megi með því örugga heilbrigðisþjónustu  í landinu.

Anna Stefánsdóttir, formaður Spítalans okkar, sagði: „Stuðningur Landsbankans er okkur mjög mikilvægur og hjálpar okkur að ná markmiðum okkar með kynningarstarfinu.“

Að mati samtakanna Spítalinn okkar er mikilvægi nýbygginga óumdeilt þar sem húsnæði Landspítala uppfyllir ekki staðla nútíma heilbrigðisþjónustu. Að auki verði margs konar nýrri tækni sem nú er staðalbúnaður á nútíma sjúkrahúsum, engan veginn við komið í gömlu byggingunum, sem auk þess eru dreifðar um borgina með tilheyrandi óhagræði. Með eðlilegum tengslum milli starfseininga muni starfsemin batna, mistökum fækka og öryggi sjúklinga verða betur tryggt en nú er.

Samtökin benda sérstaklega á í þessu samhengi, að sterk tengsl eru milli aðbúnaðar sjúklinga og árangurs við meðferð. Landsbankinn.

Á myndinni eru Anna Stefánsdóttir, formaður stjórnar Spítalans okkar, Elínborg V. Kvaran markaðsstjóri Landsbankans, Jensína K. Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri Landsbankans, Jóhannes M. Gunnarsson verkefnastjóri og Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarmaður í Spítalanum okkar


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is