Flýtilyklar
Flutningur spítalans stóreykur bílaumferð
Í grein sinni fjallar Pawel Bartoszek, frambjóðandi Viðreisnar til borgarstjórnar um umferð frá ýmsum hliðum í tengslum við umræðuna um breytt staðarval Landspítala.
Í greininni reifar Pawel ferðavenjukönnun sem Landspítalinn framkvæmir hjá starfsfólki sínu árlega. Í henni kemur fram að allt að 40% starfsmanna ferðast gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum á Landspítala við Hringbraut.
Niðurstaða Pawels er að: „...umferðin mun ekki skána við það að spítalinn verði fluttur út í jaðar höfuðborgarsvæðisins. Eina sem gerist er að þúsundir starfsmanna spítalans sem í dag labba, hjóla, eða taka strætó í vinnuna verða neyddir til að fara á bíl.“
Hægt er að lesa alla greinina á þessum hlekk.