Framkvæmdafréttir af Nýja Landspítalananum (NLSH) 2024

Miklar framkvæmdir eru í gangi hjá Nýja Landspítalanum og hann hefur fengið viðbótarverkefni t.d. að sjá um stækkun á Grensás og mikla viðbyggingu við Sjúkrahúsið á Akureyri. Allt eru þetta löngu tímabærar aðgerðir og eru nú á ábyrgð NLSH þar sem allar sjúkrastofnanir á heilbrigðissviði njóta þeirra þekkingar sem þar hefur skapast.

Við í stjórn Spítalans okkar vorum á fundi þann 31.október með Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítala (LSH), Gunnari Svavarssyni, framkvæmdastjóra NLSH, Ásgeiri Margeirssyni, forstöðumann stýrihóps um heildaruppbyggingu Landspíta til lengri framtíðar og Jóni Hilmari Friðrikssyni forstöðumennai hjá LSH sem sér um undirbúning tækjauppsetningar í meðferðarkjarnanum.  Unnur Valdimarsdóttir, deildarforseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ komst ekki á fundinn.  Afar fróðleg yfirferð sem verður vikið að síðar.  

Hér að neðan er tenging inn á afar áhugaverðar fréttir og video af einstaka verkefnum en taka þarf afrit af þessu og setja inn á vafra (t.d. Google) til að geta skoðað þetta.  

chrome-extension://efaidnbmnnnibpcajpcglclefindmkaj/https://www.nlsh.is/media/byggingar/NSLH-framkvaemdafrettir_102.pdf


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is