Enn halda menn að umræðan sé handjárnuð

Enn halda menn að umræðan sé handjárnuð
Grein eftir Björn Bjarka Þorsteinsson

Björn Bjarki Þorsteinsson skrifaði grein í Morgunblaðið nýverið þar sem hann spyr hvort umræðan um staðsetningu Landspítala sé handjárnuð. Augljóslega hefur hann ekki kynnt sér vel forsögu þessa máls. Varðandi staðarval Landspítala þá hefur margoft verið sagt og metið að Hringbraut sé besti staðurinn frá því að Fossvogur var einu sinni nefndur sem fýsilegur staður árið 2001. Hér er sögulegt yfirlit:

  • Skýrsla ráðgjafafyrirtækisins Ementor í október 2001 var fyrsta þarfagreining varðandi innviði spítalans svo sem vinnuferla, mönnun, rýmisþörf einstakra eininga svo sem legudeilda þjónusturýna, aðstöðu fyrir háskólann og fleira. Tilgangur þeirrar vinnu var ekki staðarvalið sérstaklega. Þar var nefnt að ef ekki eigi að byggja nýja spítala frá grunni á nýjum stað sé heppilegast að þeirra mati að byggja við Fossvog. Vífilsstaðir væri gott byggingarland en með margvíslega annmarka.
  • Í desember sama ár skiluðu White arkitektar í Svíþjóð skýrslu sem byrjað var á áður en Ementor skilað af sér . Sú skýrsla hét "Analys af mögligheterna att utveckla sjukhuset við Hringbraut, Fossvogur ock Vífilstaðir." Fengnir voru tugir sérfræðinga í tengslum við þessa vinnu til að svara margvíslegum spurningum og hún var í raun fyrsta ítarlega könnunin á staðarvali og þá var Hringbraut talin besti staðurinn.
  • Nefnd um framtíðarskipulag og uppbyggingu spítalans skilaði síðan áliti í framhaldi af þessu í janúar 2002 og mælti með Hringbraut. Stjórnvöld ákváðu þá árið 2003 að spítalinn yrði við Hringbraut.
  • Sumir læknar voru ósáttir við þetta og komu athugasemdir við þessa ákvörðun frá Læknaráði LSH árið 2004. Hjá þeim voru ekki færð rök t.d. fjárhagsleg hvers vegna Hringbraut væri ekki besti kosturinn. Undirliggjandi langaði marga að fá eitthvað nýtt og flott á nýjum stað, en ekki var vilji fyrir því að fara á annan stað. 
  • Stjórnvöld halda sig áfram við Hringbraut. Í apríl 2004 var skrifað undir samkomulag milli Jóns Kristjánssonar og heilbrigðisráðherra og Þórólfs Árnasonar, þá borgarstjóra um skipulag lóðar við Hringbraut.
  • Í mars 2006 var undirrituð yfirlýsing um uppbyggingu LSH og þekkingarstarfsemi HÍ í Vatnsmýri sem enn einn liður í samstarfi þessara stofnana. Sama ár er ákveðið að HR byggi sinn háskóla á Vatnsmýrarsvæðinu.
  • Árið 2008 var nefnd um fasteignir, nýbyggingar og aðstöðu heilbrigðisstofnana falið að skoða staðsetningu spítalans. Þá var farið yfir valkostina Hringbraut, Fossvog, Vífilsstaði og Keldnaholt. Hringbraut var aftur talin besti kosturinn. Á árinu var verkefnið einnig metið af Framkvæmdasýslu ríkisins og frumathugun talin fagmannalega unnin og samkvæmt kröfu fjármálaráðuneytisins.
  • Alþingi samþykkti lög um Landspítala við Hringbraut og SPITAL hópurinn hóf vinnu árið 2010 við forhönnun. Árið 2013 var forhönnun lokið og deiliskipulagi, aðalskipulagi og svæðaskipulag samþykkt.
  • Árið 2013 var sú breyting gerð á lögum um LSH við Hringbraut að um hefðbundið útboð á vegum hins opinbera yrði að ræða.
  • Í desember 2013 skilaði Framkvæmdasýsla ríkisins yfirliti um sögu verkefnisins frá 2005-2013 og gefin heildarsýn á verkefnið, áfanga þess, skýrslur og önnur gögn. Árið 2014 samþykkti alþingi þingsályktun um að halda verkefninu áfram við Hringbraut. Árið 2014 voru samtökin Spítalinn okkar stofnuð með um 1.000 stofnfélögum. Barátta samtakanna hefur snúist um að hraða verði uppbyggingu Landspítala háskólasjúkrahúss. Sama ár lagði Hagfræðistofnun og aftur árið 2015 mat á verkefnið og hafði engar athugasemdir við framhald þess.
  • Í ágúst 2015 skilaði KPMG enn einni skýrslunni þar sem farið var yfir gögnin og ekki talin ástæða til að breyta ákvörðun um staðsetningu og hentugasta staðsetningin áfram talin vera við Hringbraut að mati forstjóra Skipulagsstofnunar.
  • Samtök um betri spítala á betri stað eða aðilar tengdir þeim láta Gunnar Alexander Ólafsson skrifa skýrslu undir nafni rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst, eins og sú stofnun er kölluð, þar sem áróðurinn byrjar gegn Hringbrautarstaðsetningu auk þess sem Samtök atvinnulífsins töldu að byggingin myndi valda of mikilli þenslu. Það sama ár kom skýrsla Guðjóns Sigurbjartssonar og fleiri út, þar sem draumurinn um betri spítala á betri stað (SBSBS) byrjar. Sú skýrsla var reyndar mikið notuð sem efniviður í skýrslu rannsóknarstofnunar atvinnulífsins. Þessi skýrsla var mjög umdeild og fjölmargar athugasemdir gerðar við hana. Stjórnvöld láta þessar óvönduðu og röngu skýrslur ekki trufla sig og síðar sagði Gunnar Alexander að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að halda ætti áfram með verkefnið við Hringbraut.
  • Í nóvember 2015 var tekin skóflustunga að nýju sjúkrahóteli og núverandi ríkisstjórn mun staðfastlega halda þessu verkefni áfram.

Þetta sýnir hvað langan tíma getur tekið að koma verkefnum á þann stað að geta byrjað framkvæmdir og að alltaf er deilt um svona stór verkefni. 


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is