Flýtilyklar
Ekki samhæfð starfsheild
Spítalinn okkar var með kynningarfund á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands í gær. Á fundinum kom m.a. fram að ekki er mögulegt að vera með samhæfða starfsheild meðan meginstarfsemi Landspítala er í tveim húsum, í Fossvogi og við Hringbraut. Samhæfð starfsheild er starfseminni nauðsynleg ekki síst til að bæta þjónustu við sjúklinga. Oft þarf að flytja sjúklinga milli húsa, bráðamóttaka Landspítala er í Fossvogi en margar bráðlegudeildir á Hringbraut. Alls voru 9000 sjúklingar fluttir milli húsa á síðasta ári. Flutningarnir sem þessir eru mikið álag fyrir veika einstaklinga og tefja meðferð. Talið er að flutningar milli húsa lengi legutíma sjúklinga. Eðli starfsins vegna verða starfsmenn einnig að fara mikið milli húsa, slíkt tekur tíma frá vinnu með sjúklingum á annasömum degi.