Flýtilyklar
9000 sjúklingar fluttir milli húsa Landspítala
25.09.2014
Anna Stefánsdóttir formaður Spítalans okkar í viðtali í Mannlega þættinum á RÚV. Þar kom fram að mikið er um að flytja þurfi sjúklinga milli húsa Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut. Þetta á ekki síst við ef mikilvæg tæki eins og tölvusneiðmyndatæki bilar í öðru húsinu. Bráðamóttaka Landspítali er í Fossvogi og mikið er um að flytja þurfi sjúklinga þaðan á legudeildir á Hringbraut. Á síðasta ári voru 9000 sjúklingar fluttir milli húsa. Þetta sýnir þess að starfsemin verði sameinuð í nýju húsi. Hér má hlusta á viðtalið. Viðtalið hefst 19-20 mín í þættinum.