Flýtilyklar
62. fundur stjórnar
16.01.2018
62. stjórnarfundur haldinn miðvikudaginn 18. október 2017 kl. 12.00 að Skúlagötu 21.
Mættar voru: Anna Stefánsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson og Þorkell Sigurlaugsson Forföll: Gunnlaug Ottesen, Oddný Sturludóttir og Sigríður Rafnar Pétursdóttir
- Kynningarmál. Boðað var til fundar til að ræða tillögu Þorkells um samstarf við Sigurð K. Kolbeinsson stjórnanda þáttanna Atvinnulífið á Hringbraut. Þorkell kynnti tillöguna. Lagt er til að gerður verði einn þáttur um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Sérstaklega verði tekið á þeim sem mest hafa verið gagnrýnd eins og staðarval, skipulagsmál og samgöngur. Einstaklingar sem best þekkja til þessara mála verði fengir í viðtöl í þættinum. Einnig verði rætt við hönnuði meðferðarkjarnans. Spítalinn okkar greiðir hluta kostnaðar og leitað verður styrkja hjá velunnurum samtakanna. Tillagan samþykkt og Þorkeli falið að stýra verkefni með Sigurði K. Kolbeinssyni.
- Önnur mál. Engin
Fundi slitið kl. 13.15
Anna Stefánsdóttir ritaði fundargerð.