Flýtilyklar
55. fundur stjórnar
55. stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn16. maí 2017 kl. 12-13 að Skúlagötu 21.
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Oddný Sturludóttir, Jón Ólafur Ólafsson og Kolbeinn Kolbeinsson.
1. Fundargerð 54. fundar samþykkt og undirrituð.
2. Sjúkrahótel – fundur ÞS með heilbrigðisráðherra:
Á fundinum kom fram að sjúkrahótelið opnar ekki fyrr en á haustmisseri 2017
Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvernig staðið verður að rekstri sjúkrahótelsins.
Væntanlega er þörf á sérstökum reglum um aðgengi að því t.d einhvers konar vottorð fyrir sjúklinga og aðstandendur. ÞS áréttaði mikilvægi þess að hugað verði tímanlega að framkvæmd útboðs, stutt í áramótin.
Stjórn SO fær Gunnar Svavarsson, frkvstj NLSH, á næsta fund. M.a. til að fjalla um þetta.
3. Kynningarmál:
Fundur með velferðarnefnd Alþingis – svar formanns.
Nefndin hyggst bjóða SO til fundar við sig, en verður varla fyrr en eftir þinglok, jafnvel ekki fyrr en í haust. AS verður í sambandi við formann hennar.
Fréttabréf til félaga í SO – staðan á Hringbrautarverkefninu.
Staðan á verkefninu almennt góð. Nú er fyrst og fremst hönnunarvinna í gangi.
Gunnar segir nánar af framvindunni á næsta fundi.
Leggjum í framhaldinu drög að fréttabréfi til félaga.
4. Önnur mál.
Formaður upplýsti að innheimta félagsgjalda hefði gengið vel.
Næsti fundur stjórnar verður þriðjudaginn 23. maí nk., kl. 16:00-17:00.
Fleira ekki gert.
Fundargerð ritaði SRP.