Flýtilyklar
50. fundur stjórnar
21.02.2017
50. stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 24. janúar 2017 kl. 12:00 að Skúlagötu 21
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson og Oddný Sturludóttir,
Gestur fundarins var Magnús Heimisson.
Fundurinn var ekki atkvæðabær vegna forfalla
- Samþykkt fundargerða frestað
- Kynningamál; Fyrirhugað er að stjórn haldi málstofu með lykilaðilum í Hringbrautarverkefninu. Búið er að hafa samband við borgarstjóra og heilbrigðisráðherra og hafa þeir tekið vel í hugmyndina. Rætt verður við forstjóra Landspítala í þessari viku og framkvæmdastjóra NLSH. Rætt um hvað samtökin vilja ræða, t.d. samgögnumálin og næsta stóra verkefni í Hringbrautarverkefninu þegar hönnun meðferðarkjarna lýkur. Rætt að málstofan verði 23. febrúar n.k. Einnig rætt hvernig megi nálgast félaga með virkari hætti, senda þeim fréttabréf, halda stutta umræðufundi og bjóða félagsmönnum og uppfæra myndir á facebook til að minna á framgang verkefnisins. Rætt að halda fyrsta slíkan fund í byrjun apríl.
- Aðalfundur 2017 – undirbúningur. Aðalfundurinn verður haldinn 2. mars n.k. í Víkingasal Icelandair Hótel Natura. Búið er að hafa samband við formann bygginganefndar viðbyggingar við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn um að vera með erindi eftir aðalfundinn. Svar hefur ekki borist.
- Önnur mál.
Næsti fundur stjórnar verður 7. febrúar.
Fleira ekki gert.
Fundargerð ritaði Anna Stefánsdóttir