Flýtilyklar
35. fundur stjórnar
35. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 11. janúar 2016 kl. 16:00 í Heilsuverndarstöðinni.
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Kolbeinn Kolbeinsson, Oddný Sturludóttir og Sigríður Rafnar Pétursdóttir.
Anna setti fundinn og var því næst gengið til dagskrár.
1. Fundargerð 33. fundar samþykkt og undirrituð.
2. Fundaröð Pírata um Nýjan Landspítala, umræður og þátttaka Spítalans okkar. Fram kom að fyrsti fundur í fundaröð Pírata um Nýjan Landspítala hafi verið í desember sl. Stjórnarmenn Spítalans okkar hafa fylgst með umræðunni og var formaður Spítalans okkar með innlegg á málþingi Pírata um málið síðastliðinn laugardag. Samtökin munu halda áfram að fylgjast með umræðunni og vinnu Pírata um málið.
3. Fréttir af byggingaverkefninu. Fram kom að búið væri að ráða nokkra nýja starfsmenn til verkefnisins og einnig væri búið að leigja húsnæði fyrir starfsemina. Framkvæmdir eru hafnar við byggingu sjúkrahótelsins. Heibrigðisráðherra hefur skipað nefnd sem fjalla á um hver eigi að vera kjarnaverkefni sjúkrahótelsins og mun hún skila niðurstöðum fyrir vorið. Þorkell Sigurlaugsson er formaður nefndarinnar.
4. Önnur mál. Rætt var um hvernig best væri að bregðast við rangfærslum og rangtúlkun í fjölmiðlum sem tengist uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Málið verður rætt áfram á næstu fundum. Rætt um mikilvægi þess að uppfæra reglulega heimasíðu- og fésbókarsíðu samatak-anna. Aðalfundur samtakanna verður haldinn þann 15. mars frá 16-18. Formaður mun rita fundargerð 34. stjórnarfundar. Fram kom að taka ætti skóflustungu að nýju húsnæði við Landspítala Hringbraut sem byggja á utan um jáeindaskannann sem Íslensk erfðagreining færði þjóðinni að gjöf á sl. ári.
Fundi slitið kl. 18:00.
Næsti fundur verður mánudaginn 25. janúar kl. 16:00 í Heilsuverndarstöðinni.
Gunnlaug ritaði fundargerð.