Tilboðum í lóðaframkvæmdir við Hringbraut hafnað

Þann 2. júní síðastliðinn voru opnuð tilboð í útboði 20000 hjá Ríkiskaupum, nefnt götur, veitur, lóð og tengigangar á lóð Landspítala við Hringbraut. Útboðið tengist framkvæmdum á norðurlóð Landspítala við Hringbraut til að undirbúa byggingu sjúkrahótels. Fullnaðarhönnun sjúkrahótelsins er að ljúka og fyrirhugað var að bjóða byggingaframkvæmdina út núna í júní.  Stjórn NLSH ohf. ákvað eftir yfirferð og umsögn Framkvæmdasýslu ríkisins að hafna öllum tilboðum í lóðaframkvæmdina. Tvö tilboðin voru metin ógild þar sem bjóðendur uppfylltu ekki skilyrði útboðs – og samningsskilmála. Þriðja tilboðið var talsvert hærra en kostnaðaráætlun NLSH ohf. Verkið verður boðið út aftur.


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is