Flýtilyklar
Skóflustunga að meðferðarkjarna Landspítala við Hringbraut
Meðferðarkjarninn tengist öðrum starfseiningum Landspítala með tengigöngum og tengibrúm á sex hæðum auk tveggja hæða kjallara. Ráðherrar, fulltrúar félaga, hagsmunasamtaka og stofnana tóku fyrstu skóflustunguna í dag. Fyrrverandi heilbrigðisráðherrar og aðrir gestir voru viðtstaddir.
Áætlað er að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024. Spítalinn okkar fagnar sérstaklega þessum áfanga, en baráttan mun halda áfram við uppbygginguna enda þurfa allir aðilar að standa sig vel svo verkefnið klárist á tilsettum tíma innan núverandi kostnaðaráætlunar. Spítalinn okkar mun áfram fylgjast með verkefninu og veita því bæði aðhald og stuðning.
Á myndinni hér að ofan eru Ögmundur Skarphéðinsson, aðalarkitekt verkefnisins frá Corpus 3 hópnum og þeir Þorkell Sigurlaugsson og Kolbeinn Kolbeinsson stjórnarmenn í Spítalanum okkar.