Flýtilyklar
Starfsfólk spítalans tekur þátt í hönnun - myndband
„Við erum að hanna nýjan spítala, fyrir Ísland og fyrir okkur öll“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar. Í síðustu viku vann hópur starfsmanna Landspítala að hönnun einnar bráðamóttöku sem verður í nýjum meðferðarkjarna. Í þessari viku hafa ríflega 40 manns unnið að hönnun legudeilda sem einnig verða í meðferðarkjarnanum.
Starfsfólk Landspítala nýtur leiðsagnar Chris Bacous frá Virginia Mason Institute í Seattle í þessari skemmtilegu vinnu. Þessi vinna er afar mikilvæg fyrir áframhaldandi hönnun meðferðarkjarnans og framlag starfsfólks ómetanlegt. Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar á heimasíðu Landspítala.
Með pistlinum er myndband, sem gaman er að horfa á. Þar sést vel hversu mikil gleði og eftirvænting ríkir í starfsmannahópnum. Hér má sjá myndbandið