Flýtilyklar
Meirihluti vill nýbyggingar Landspítala í forgang
18.06.2015
Meira en tveir af hverjum þremur svarendum, sem afstöðu taka, telja rétt að nýr spítali verði byggður fyrir hluta þess fjár sem fæst vegna losunar haftanna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 57% aðspurðra vilja að hluti fjármunanna verði nýttur til að byggja nýjan spítala, 25% vilja ekki að hluti fjármunanna verði nýttur í það, 17% eru óákveðin í afstöðu sinni og 2% svara ekki.
Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69% eru fylgjandi því að hluti fjármunanna verði nýttur til þess að byggja spítala en 31% er því andvígt. Hér má lesa alla fréttina