Flýtilyklar
Megin áhersla á kynningarstarfið
Anna Stefánsdóttir formaður stjórnar kynnti helstu verkefni stjórnarinnar á aðalfundi samtakanna. Þar kom m.a. fram að megin áherslur stjórnar hafi verið öflugt kynningarstarf, að vinna tillögu að mögulegri fjármögnunarleið fyrir byggingaframkvæmdirnar, að afla samtökunum stofnfélaga og halda úti vefmiðlum. Stofnaðir voru fjórir verkefnahópar til að vinna að þessum verkefnum með stjórn. Verkefnahópur um kynningarmál setti fram tillögu á haustmisseri um hvernig standa ætti að þeim málaflokki og í kjölfarið var ákveðið að leita styrkja til að kosta kynningarstarfið. Gekk það vonum framar. Óhætt er að segja að kynningarstarfið hafi verið frjótt og skemmtilegt á haustmisserinu. Það skilaði samtökunum fjölda fylgismanna og vakti umtalsverða athygli sem án efa skilar sér í auknum skilningi á því mikilvæga málefni sem Spítalinn okkar stendur fyrir.
Skýrslu stjórnar má lesa í heild sinni hér