Lokahönnun meðferðarkjarna Landspítala í augsýn

Páll Matthíasson segir í forstjórapistli  28. ágúst s.l. á heimasíðu Landspítala;  "Á þessu ári er tæpur milljarður ætlaður til verkframkvæmda við sjúkrahótel og til fullnaðarhönnunar meðferðarkjarnans. Í ræðu sinni á ársfundinum komst Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra svo að orði að kyrrstaða málsins hefði verið rofin".  Einnig kemur fram í pistlinum að á næstu vikum og mánuðum fari fram lokahönnun meðferðarkjarnans sem er stærsta framkvæmd nýbygginga Landspítala ásamt verkframkvæmdum við sjúkrahótelið.  Hér má lesa forstjórapistilinn í heild sinni.


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is