Hringbraut hefur margítrekað verið staðfest sem besti staðurinn

Á afmælisdegi samtakanna birti varaformaður stjórnar, Þorkell Sigurlaugsson, grein í Morgunblaðinu undir heitinu „Sátt um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut“. Í greininni kemur meðal annars fram að Hringbraut hefur margítrekað verið staðfest sem besta staðsetning fyrir uppbyggingu Landspítala. Að þeirri ákvörðun hafi komið fjöldi ráðgjafa, forstjórar Landspítala, borgarstjórn Reykjavíkur, sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Alþingi Íslendinga. Aðalskipulag fyrir Reykjavík og deiliskipulag fyrir Landspítalareitinn hefur verið samþykkt.

Í greininni kemur einnig fram að samið hefur verið við hönnuði að undangengnu útboði og að hönnun spítalans er í fullum gangi með þátttöku starfsfólks, sjúklinga, innlendra og erlendra ráðgjafa og hönnuða.

„Verkframkvæmd er hafin og fyrsta byggingin, sjúkrahótel, verður risin á vormánuðum 2017“, segir Þorkell meðal annars í grein sinni.

Þá segir Þorkell að mikilvægt sé að „heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands hafi áfram tækifæri til að þroskast og þróast með háskólasjúkrahúsinu við Hringbraut".  

Greinina má lesa hér


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is