Hjúkrunarfræðingar segja forgangsmál að byggja nýjan spítala

Í greininni kemur m.a. fram að það færist sífellt í vöxt að ónæmar bakteríur greinist hjá sjúklingum sem getur verið erfitt að meðhöndla. Einangrun þeirra sjúklinga er mikilvæg en illmöguleg á Landspítala sökum þess að húsnæðið mætir ekki þeim kröfum.

Faghópur um hjúkrun sjúklinga með sýkingar hefur þungar áhyggjur af húsnæði Landspítala og telur byggingu nýs spítala mikilvægt skref. Þar verður gert ráð fyrir að öll herbergi séu einbýli með salerni og sturtu, sem er gríðarmikilvægt til að stemma stigu við dreifinga ónæmra baktería - og eykur þannig öryggi sjúklinga. 

Greinina í heild sinni má lesa hér. 


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is