Heilbrigðisþing 2024

Heilbrigðisþing 2024
Heilbrigðisþing 2024

Þetta 7. Heilbrigðisþingið var vel heppnað og líklega eitt af síðustu embættisverkum Willum Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra í sínu embætti því þegar þetta er skrifað var ljóst að hann er dottinn út af Alþingi í kosningunum sem fóru fram þann 30. nóvember. Leyfir mér fyrir hönd Spítalans okkar að færa honum þakkir fyrir vel unnin störf. Var með mörg úrbótaverkefni í gangi og eitt af þeim var ýmislegt sem tengdist heilbrigðisþjónustunnu. Fjölmörg áhugaverð erindi voru flutt og svo sannarlega þess virði að hlýða á mörg þeirra. Erfitt að gera upp á milli fyrirlesara en dagskráin er hér til hliðar og hlekkur inn á frétt á um þingið á vef ráðuneytisins, en afrita þarf hlekkinn og opna hann og opna að nýju. 

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/11/29/Vel-heppnad-heilbrigdisthing-um-heilsugaesluna-myndir-og-upptaka-fra-thinginu-/

Hér neðst er hlekkur inn á upptöku af þinginu.

https://www.stjornarradid.is/raduneyti/heilbrigdisraduneytid/heilbrigdisthing-2024/


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is