Fyrsta steypa vegna byggingar sjúkrahótels við Landspítala á Hringbraut

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra stýrði steypikrananum þegar ráðist var í fyrstu steypu vegna framkvæmda við byggingu nýs sjúkrahótels Landspítala við Hringbraut í dag. Sjúkrahótelið er hluti af fyrsta áfanga uppbyggingar Nýs Landspítala (NLSH) við Hringbraut.  

Sjúkrahótelið verður fyrsta nýbygging nýs Landspítala við Hringbraut og verður tekið í notkun árið 2017 og er það með 75 herbergjum. Húsið mun rísa á norðurhluta lóðar Landspítala við Hringbraut milli Kvennadeildar,  K-byggingar og Barónsstígs.  Sjúkrahótelið er kjallari og fjórar hæðir. Byggingin er 4.258 fermetrar að stærð (brúttó eða 14.780 rúmmetrar (brúttó) með kjallara og tengigöngum sem tilheyra hótelinu. Hótelið mun tengjast Barnaspítala um tengigang í kjallara.

Aðalhönnuðir hússins eru KOAN-hópurinn en forhönnun, skipulagsgerð, hönnun gatna og lóðar er unnin af 
Spital-hópnum. Steinklæðningar eru listskreyting hússins en listaverkið verður unnið af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni samkvæmt samkomulagi hans við Listskreytingarsjóð.

Sjá frétt á vef Nýs Landspítala og á visir.is


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is