Flýtilyklar
Fullnaðarhönnun rannsóknahúss hefst í sumar
Rannsóknarhúsið er hluti af heildaruppbyggingu Landspítala við Hringbraut og verður næststærsta bygging hans utan meðferðarkjarnans.
Í rannsóknahúsinu verða starfseiningar á borð við meinafræði, rannsóknakjarna, klíníska lífefnafræði og blóðmeinafræði, frumuræktunarkjarna, frumumeðhöndlun, erfða – og sameindalæknisfræði, ónæmisfræði, rannsóknastofu í gigtsjúkdómum og sýkla- og veirufræði. Þá verður starfsemi hins eina og sanna Blóðbanka einnig að finna í rannsóknahúsi.
Á rannsóknarhúsinu verður einnig þyrlupallur sem tengdur er meðferðarkjarnanum.
Nánar má lesa um málið í eftirfarandi frétt Morgunblaðsins.
Einnig má lesa fróðlegan pistil á heimasíðunni okkar um rannsóknahúsið og starfsemina þar.