Flýtilyklar
Flestar legudeildir Landspítala í húsnæði sem 35-55 ára gamalt.
Spítalinn okkar kynnti starfsemi sína og mikilvægi nýbygginga Landspítala á fundi hjúkrunarráðs í dag
Þar kom m.a. fram að 77% legudeilda er í húsnæði sem er 35-55 ára. Húsnæðið hefur verið endurnýjað í gegnum tíðina en uppfyllir alls ekki nútíma kröfur um sjúkrahús húsnæði. Afar kostnaðarsamt er að gera viðeigandi breytingar á svo gömlu húsnæði. Ennþá eru flest sjúkrarúm í fjölbýli, eða 72% og flestir sjúklingar eða 86% þurfa að deila salerni með öðrum jafnvel þó þeir dvelji á einbýli.
Þrjár legudeildir eru í 86 ára gömlu húsnæði.
Sýkingar eru nokkuð algengar í umhverfi sjúklinga á bráðalegudeildum sjúkrahúsa, því er mikilvægt að húsnæðið uppfylli kröfur sem gerðar eru til að varna að þær breiðist manni á milli, en slíkt getur auðveldalega gerst þegar fjölmennt er á sjúkrastofum eða salernum deilt með öðrum sjúklingum.
Sýkingar eru kostnaðarsamar og valda sjúklingum miklum óþægindum. Legutími lengist og lyfjanotkun eykst. Rannsóknir sýna að rekja má spítalasýkingar til óviðunandi húsnæðis.