Flýtilyklar
Dagurinn markar tímamót
Fjölmenni var við kvennadeild Landspítala í dag þegar Kristján Þór Júlíusson tók skóflustungu að sjúkrahóteli Landspítala. Sjúkrahótelið er fyrsta byggingin af nýbyggingum Landspítala og mikilvægur áfangi í að bæta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra, ekki síst fyrir íbúa af landsbyggðinni. Sjúkrahótelið mun því styrkja Landspítala enn frekar sem þjóðarsjúkrahús.
Á sama tíma skrifaði ráðherra undir samning við byggingafyrirtækið LNS Saga ehf. um byggingu sjúkrahótelsins. Samningurinn er milli Nýs Landspítala ohf. og LNS Saga ehf. Nemendur á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands vottuðu undirskrift samningsins. Gestir við athöfnina voru margir, þ.á.m. fyrrverandi heilbrigðisráðherrar, sem m.a. vottuðu skóflustunguna, starfsfólk Landspítala og áhugafólk um uppbyggingu þjóðarsjúkrahússins við Hringbraut. Gleði og eftirvænting ríkti meðal gestanna.
Sjá einnig vef Landspítala og Nýs Landspítala