Flýtilyklar
Arðgreiðslur frá Landsvirkjun gætu staðið undir kostnaði við nýbyggingar Landspítala
23.02.2016
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að afkoma fyrirtækisins sé mjög góð og að arðgreiðslur frá Landsvirkjun gætu staðið undir kostnaði við nýjan Landspítala.
„Við höfum verið að borga núna undanfarin ár svona um 1,5 milljarð sem er ekki mikið fyrir fyrirtæki eins og Landsvirkjun en okkar mat er að þetta gæti farið upp í svona 10- 20 milljarða á ári“ segir Hörður.
Til samanburðar má geta þess að framkvæmdakostnaður við nýbyggingar Landspítala er áætlaður um 50 milljarða króna sem dreifist á sjö ára tímabil.
Sjá frétt á heimasíðu Nýs Landspítala