Flýtilyklar
Afar vel heppnað málþing
Fjölmenni sótti afar vel heppnað málþing Spítalans okkar á Hótel Reykjavík Natura síðastliðinn þriðjudag. Á málþinginu var fjallað um þau tækifæri sem skapast fyrir starfsemi Landspítala þegar flutt verður í nýtt húsnæði. Meðal fyrirlesara var Hulda Gunnlaugsdóttur fyrrverandi forstjóri Landspítala. Hún sagði m.a. í erindi sínu:
„Nálægð Landspítala við Háskóla Íslands mun stuðla að öflugra vísindastarfi og mun nýr Landspítali verða mikilvæg stoð í íslensku samfélagi fyrir komandi kynslóðir. Starfsumhverfið mun breytast og sameiningin mun leiða til margra jákvæðra þátta í starfsmannamálum og með nýjum Landspítala verður hægt að fullnýta allt sem ný upplýsingatækni býður upp á.“