Aðstaða sjúklinga gjörbreytist

Aðstaða sjúklinga gjörbreytist
Dæmi um sjúkrastofu í nýjum spítala

Spítalinn okkar var með kynningarfund fyrir stofnfélaga í gær miðvikudag.  Á fundinum kynnti  Anna Stefánsdóttir formaður megináherslur í starfi samtakanna á haustmisseri og Jóhannes M. Gunnarsson læknir ræddi hvers vegna ekki er hægt að bíða með nýbyggingarnar og sýndi stofnfélögum teikningarnar sem liggja fyrir eftir að forhönnun er lokið.  Fram kom í máli Jóhannesar að aðstaða sjúklinga verður allt önnur þegar búið er að byggja.  Allar sjúkrastofur eru einbýli, það skapar meiri hvíld og næði fyrir sjúklinga og bætir svefn.  Flutningar með sjúklinga milli húsa munu heyra sögunni og innanhús flutningar minnka til muna.  Einbýli munu líka draga úr tíðni spítalasýkinga og  legutími styttist. 

 


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is