Meðferðarkjarninn í sjónmáli

Í ársskýrslunni er fjallað um starfsemina sem verður í meðferðarkjarnanum. Þungamiðjan í starfsemi Landspítala verður í meðferðarkjarnanum. Byggingin verður sex hæðir auk tveggja kjallarahæða. Á þessum átta hæðum verða meðal annars átta 24 rúma legudeildir, bráðamóttaka, skurðstofur, myndgreining, hjarta- og æðaþræðingarstofur, gjörgæsla, vöknun, undirbúningsherbergi skurðaðgerða, apótek og dauðhreinsun.

Aðstaða stoðdeilda verður einnig hin ágætasta og vel fyrir því séð að flutningur á vörum verði sem greiðastur. Í neðri kjallaragangi verður til dæmis kerfi til vöruflutninga og fjórða hæðin er að stærstum hluta fyrir tæknibúnað. Á efri kjallarahæðinni verður meðal annars rúmaþvottastöð og hjálpartækjalager. Alls verða 24 gjörgæslurými í meðferðarkjarnanum og 16 skurðstofur. Á smitsjúkdómadeild verða 17 rúm og fullkomin aðstaða til einangrunar. 

Ársskýrslu Landspítala má nálgast hér.


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is