Páll Matthíasson sagði í föstudagspistli á heimasíðu Landspítala þann 15. ágúst síðastliðinn:
Fyrst og fremst þurfum við samt uppbyggingu húsnæðis Landspítala og sameiningu bráðaþjónustu við Hringbraut, ekki síst í ljósi þess sívaxandi álags sem hækkandi aldur þjóðarinnar hefur í för með sér. Þar vitum við að Alþingi stendur á bak við okkur og við treystum því að hægt verði að finna leiðir til að fjármagna uppbygginguna sem allra allra fyrst, því engan tíma má missa.