Heilsudagurinn er árlegur viðburður á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Þar gefst nemendum tækifæri til að kynna sér margs konar starfsemi á heilbrigðissviði. Þorkell Sigurlaugsson, varaformaður og Jón Ólafur Ólafsson stjórnarmaður í Spítalanum okkar kynntu nýbyggingar Landspítala. Margir nemendur heimsóttu básinn og sýndu verkefninu mikinn áhuga.